Fyrsta risaeðlan sem lifði í vatni

Stærsta kjötætu-risaeðlan sem fundist hefur lifði í vatni samkvæmt nýrri rannsókn fornleifafræðinga sem var birt á fimmtudag. Bein risaeðlunar fundust í uppgreftri í Marokkó. Hún var um fimmtán metra löng og þar með um tveimur og hálfum metrum lengri en grameðlan.

Wall Street Journal greinir frá þessu.

Risaeðlan heitir Spinosaurus og dregur nafn sitt af um tveggja metra löngum broddum sem lágu þvert meðfram baki hennar. Tilvist risaeðlunnar hefur legið fyrir um nokkurn tíma en hingað til hefur heilleg beinagrind ekki fundist og stærð hennar og útlit því ekki að fullu legið fyrir. Risaeðlan var kjötæta og hryllileg í útliti, en hún var með hnífsbeittar klær og langt trýni með gríðarstórum vígtönnum. 

Fornleifafræðingurinn Nizar Ibrahim sem fór fyrir rannsókninni segir risaeðluna, sem var uppi fyrir um 95 milljón árum, vera afar dularfulla en jafnframt varpa nýju ljósi á þróunarsöguna. Merkilegast segir hann að hún hafi lifað í vatni en þetta er í fyrsta sinn sem vitað er um slíkt. Ibrahim segir beinbyggingu hennar benda til að hún hafi synt hratt en varla getað gengið. Nasir hennar aftarlega á höfuðkúpunni sem gerðu henni auðveldara fyrir að anda þegar hún var á kafi. Þá var hún með stutta afturfætur líkt og forfeður nútíma hvalsins.

Eftirlíking af beinagrind risaeðlunnar á nýrri sýningu á Náttúrugripasafninu í ...
Eftirlíking af beinagrind risaeðlunnar á nýrri sýningu á Náttúrugripasafninu í Washington. AFP
Eftirmynd risaeðlunnar fyrir utan safnið. Hún er stærsta rándýr sem ...
Eftirmynd risaeðlunnar fyrir utan safnið. Hún er stærsta rándýr sem hefur verið uppi. AFP
mbl.is
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...
Flott föt, fyrir flottar konur
Ertu á leiðinni í fermingarveislu, útskrift, brúðkaup eða eitthvað annað skemmti...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...