Vélmenni sem hleypur hraðar en Bolt

Blettatígurinn vígalegi getur heldur betur sprett úr spori.
Blettatígurinn vígalegi getur heldur betur sprett úr spori. Mynd/Jose Luis Olivares/MIT

Vísindamenn við MIT-háskólann í Bandaríkjunum hafa nú þróað ferfætt vélmenni sem líkir eftir hlaupahreyfingum blettatígursins og getur náð hámarkshraða sem er meiri en hraði Usains Bolts, heimsmetshafans í 100 metra spretthlaupi.

Þróun vélmennisins hefur tekið langan tíma og segja vísindamenn það gríðarlega erfitt að stilla vélmennið á þann hátt að hægt sé að stjórna hreyfingum þess á háum hraða. Vélmennið hleypur á sama hátt og blettatígur í náttúrunni. Notuðust vísindamennirnir við flókna algóryþma til þess að líkja eftir hreyfingum dýrsins. 

Á hlaupabraut tókst að láta vélmennið hlaupa örlítið hraðar en spretthlauparinn Bolt, en þá var það tengt við rafmagnssnúru. Án rafmagnssnúrunnar er hámarkshraði þess töluvert minni, eða um 16 km á klukkustund. 

Sjá frétt Fox News

mbl.is
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...