Vélmenni sem hleypur hraðar en Bolt

Blettatígurinn vígalegi getur heldur betur sprett úr spori.
Blettatígurinn vígalegi getur heldur betur sprett úr spori. Mynd/Jose Luis Olivares/MIT

Vísindamenn við MIT-háskólann í Bandaríkjunum hafa nú þróað ferfætt vélmenni sem líkir eftir hlaupahreyfingum blettatígursins og getur náð hámarkshraða sem er meiri en hraði Usains Bolts, heimsmetshafans í 100 metra spretthlaupi.

Þróun vélmennisins hefur tekið langan tíma og segja vísindamenn það gríðarlega erfitt að stilla vélmennið á þann hátt að hægt sé að stjórna hreyfingum þess á háum hraða. Vélmennið hleypur á sama hátt og blettatígur í náttúrunni. Notuðust vísindamennirnir við flókna algóryþma til þess að líkja eftir hreyfingum dýrsins. 

Á hlaupabraut tókst að láta vélmennið hlaupa örlítið hraðar en spretthlauparinn Bolt, en þá var það tengt við rafmagnssnúru. Án rafmagnssnúrunnar er hámarkshraði þess töluvert minni, eða um 16 km á klukkustund. 

Sjá frétt Fox News

mbl.is
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...