Rauðvínið styrkir hjartað

Mynd/AFP

Vísindamenn við Háskólann í Alberta í Kanada hafa nú komist að því að rauðvín inniheldur efni sem hafa svipuð áhrif á hjartað, vöðva og bein og líkamsrækt hefur. Efnið er að finna í ýmsum hnetum og vínberjum og þar af leiðandi hefur rauðvínið þessi áhrif, en rauðvín er búið til úr vínberjum.

Efnið sem um ræðir nefnist reservatol og segja vísindamennirnir það hafa andoxandi virkni. Ólíklegt er þó að læknar fari að ráðleggja fólki að velja vín fram yfir líkamsrækt, enda hefur áfengi önnur og verri áhrif á líkamann, til dæmis aukna áhættu á ýmsum tegundum krabbameins og sykursýki. 

Sjá frétt Latin Times

mbl.is