Öfund eykur líkur á Alzheimer

19% þátttakenda fengu elliglöp á efri árum.
19% þátttakenda fengu elliglöp á efri árum. AFP

Konur sem eru afbrýðisamar og mislyndar gætu verið í meiri hættu en aðrar á að fá Alzheimer-sjúkdóminn. Þetta er niðurstaða nýrrar sænskrar rannsóknar sem gerð var við Gautaborgarháskóla.

Vísindamennirnir komust að því að miðaldra konur sem eru kvíðnar, afbrýðisamar, stressaðar og mislyndar gætu verið í meiri hættu en aðrar á að fá Alzheimers-sjúkdóminn á efri árum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í fræðiritinu Neurology á miðvikudag. 800 konur tóku þátt í rannsókninni og stóð hún í 38 ár.

Konurnar voru látnar taka persónuleikapróf þar sem streita þeirra var m.a. metin. Þá var minni þeirra einnig prófað.

19% þátttakenda fengu elliglöp á efri árum. Niðurstaða vísindamannanna var m.a. sú að konur sem voru oft áhyggjufullar, afbrýðisamar, stressaðar o.fl. sem gæti flokkast til taugaveiklunar, voru tvöfalt líklegri en aðrar til að fá elliglöp.

Hér má lesa nánar um rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Sænsk sumar- og ferðaþjónustuhús
Vinsælu sænsku sumar- og ferðaþjónustuhúsin Leksand 32 m2 auk 8 m2 verandar eru ...