Veiddi furðulegt „sæskrímsli“

Furðudýrið komið um borð.
Furðudýrið komið um borð. Skjáskot af Youtube

Sjómaður sem veiddi stórfurðulegt kvikindi undan ströndum eyjunnar Pulau Ubin við Singapúr er heppinn að hafa náð myndskeiði af feng sínum því annars myndi enginn trúa veiðisögunni.

„Ég veit að á þessu svæði er margvíslegt þang og annar sjávargróður svo ég hélt að ég hefði krækt í slíkt,“ segir veiðimaðurinn, Ramlan Saim, við dagblaðið The Straits Times. „En þegar ég lagði það í bátinn fór það að hreyfa sig eins og geimvera.“

En hvað er þetta eiginlega?

Samkvæmt Discovery News er þetta líklega körfustjarna (e. basket star) sem er ekki ólík krossfiski.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...