Fóturinn varð að hné

Fóturinn snýr öfugt til þess að hann beygist eins og …
Fóturinn snýr öfugt til þess að hann beygist eins og hnjáliður. Skjáskot af The Telegraph

Hin 22 ára Jordan Moody gekkst nýlega undir aðgerð þar sem fótleggur hennar var græddur við efsta hluta læris hennar.

Moody var með beinkrabbamein í læri og neyddust skurðlæknar til að fjarlægja hluta af vinstra fótlegg hennar, þar á meðal hnéð og meirihluta lærisins. Læknarnir ákváðu hinsvegar að henda ekki fótleggnum út heldur nota hann til að búa til nýjan hnjálið. Fótleggurinn var græddur á það sem var eftir af lærinu en látinn snúa öfugt svo tærnar snúa aftur.

„Þeir sögðu að þeir þyrftu að snúa honum 180 gráður vegna þess hvernig fóturinn beygist svo hann myndi beygjast á sama hátt og hné,“ sagði Moody í viðtali við The Telegraph. Hún segir hugmyndina hafa hljómað eins og hún myndi færa sér betri lífsgæði en ef fótleggurinn yrði tekinn af með öllu.

Moody gekkst undir aðgerðina í júlí. Hún segir að það hafi tekið hana nokkra stund að venjast nýja limnum en hún notar hækjur til að komast á milli staða. Hún býður þess nú að fá gervifót sem festur mun á nýja hnéð. Hún vonast til þess að hún muni geta gengið aftur ein og óstudd fyrir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert