Sprengingin heyrðist um alla strandlengjuna

Eldhnöttur á himni. Logandi brak féll til jarðar og glæður feyktust hátt í loft upp. Sprenging sem heyrðist um alla strandlengjuna. Þegar eldflaug sprakk nokkrum sekúndum eftir flugtak frá Wallops-flug­miðstöð NASA í Virginíu í gærkvöldi brunnu rúmlega tvö tonn af vistum, sem flytja átti til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Geimflaugin, sem var í eigu einkafyrirtækisins Or­bital Sciences Corp., gjöreyðilagðist. Fyrirtækið hafði gert samning til ársins 2016 við NASA um flutning gagna til geimstöðvarinnar.

Um borð í flauginni var ýmiss varningur, m.a. tæki til geimgöngu, matur, bækur og tölvur. Þá voru um borð margvísleg gögn og hlutir sem nota átti við tilraunir í geimnum, m.a. frá skólum. Þar var m.a. um að ræða tilraunir með ræktun grænmetis, blóðflæðis í heilanum o.fl.

Enn er ekki vitað hvers vegna flaugin sprakk aðeins 15 sekúndum eftir flugtak. Enginn slasaðist en gríðarlegt eignatjón varð. NASA og Or­bital Sciences Corp. vonast til þess að geta upplýst um orsökina á næstu dögum.

Fréttir mbl.is:

Nóg af mat í geimstöðinni

Sprakk í beinni út­send­ingu

mbl.is
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...