Bólusetja kóalabirni við klamydíu

AFP

Ástralskir vísindamenn tilkynntu í morgun að tilraunir á bóluefni við klamydíu í villtum kóalabjörnum hefði tekist vel. Loðna, fallega dýrinu stendur ógn af sjúkdómnum og þá sérstaklega viðkvæmum tegundum sem eru ekki lagt frá því að vera í útrýmingarhættu.  

Örverufræðingar í háskóla í Queensland í Ástralíu vonast til að geta verndað einhver af þeim dýrum sem ekki hafa nú þegar smitast af klamydíu. Bóluefnið hefur verið í þróun síðastliðin fimm ár.

Smitist kóalabirnir af klamydíu geta þeir misst sjónina, orðið ófrjóir eða jafnvel drepist.

Talið er að um 10 milljónir kóalabjarna hafi verið í Ástralíu þegar Bretar námu land þar árið 1788 en nú séu um 43 þúsund villtra kóalabjarna í landinu. Birnirnir dvelja þó oft hátt uppi í trjánum og því er erfitt að telja þá af mikilli nákvæmni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert