Settu myndavél í fljótandi vatnskúlu

Geimfararnir komu myndavélinni fyrir inni í vatnskúlunni.
Geimfararnir komu myndavélinni fyrir inni í vatnskúlunni. Skjáskot

Lífið um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni er ekki bara eintóm vinna og hástemmd vísindi. Vísindamenn um borð í geimstöðinni birtu nýlega myndband af því þegar þeir komu GoPro-myndavél fyrir inni í vatnskúlu sem flaut um í þyngdarleysi geimsins.

Í geimnum tekur vatn náttúrulega á sig form kúlu vegna þess að það er í frjálsu falli. Þyngdaraflið hefur ekki áhrif á það eins og á jörðinni og því er það yfirborðsspenna vatnsins sem ræður lögun þess.

Myndbandið var tekið upp í sumar af geimförunum Steve Swanson, Reid Wiseman og Alexander Gerst. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is