Rosetta leitar að sofandi fari

Samsett mynd frá Rosettu sem sýnir Philae á leið hennar ...
Samsett mynd frá Rosettu sem sýnir Philae á leið hennar niður og lendinguna. ESA/Rosetta/MPS

Lendingarfarið Philae sem nú sefur værum blundi á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko er enn ófundið. Evrópska geimstofnunin ESA hefur hins vegar birt myndir sem sýna þegar farið lenti á halastjörnunni á miðvikudag. Á meðan Philae lúrir heldur móðurfarið Rosetta áfram rannsóknum sínum.

OSIRIS-myndavél Rosettu náði myndum sem sýna lendingu Philae þegar móðurfarið var í rúmlega fimmtán kílómetra hæð yfir yfirborði halastjörnunnar. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að finna hvar lendingarfarið lenti en það staðnæmdist innan um kletta sem skyggja á sólarrafhlöður þess eftir að hafa skoppað tvisvar af yfirborðinu. Starfsmenn ESA eru þó fullvissir um að þeim muni takast að finna Philae áður en langt um líður.

Rosetta mun halda áfram að reyna að ná sambandi við Philae reglulega en ólíklegt er talið að það náist þar sem ekki fellur nægt sólarljós á sólarrafhlöður lendingarfarsins. Móðurfarið er nú að færa sig á hærri braut um halastjörnuna en það mun fylgja henni eftir áfram og rannsaka í þaula.

Þær rannsóknir munu færa vísindamönnum á jörðu niðri upplýsingar um þær skammtíma- og langtímabreytingar sem verða á halastjörnunni þegar hún nálgast sólina. Halastjarnan fer næst sólu 6. ágúst á næsta ári.

„Við lok þessarar ótrúlegu rússíbanareiðar sem þessi vika hefur verið lítum við til baka á þessa fyrstu velheppnuðu lendingar á halastjörnu. Þetta var sannarlega söguleg stund fyrir ESA og samstarfsaðila hennar. Nú hlökkum við til fleiri mánaða af vísindum frá Rosettu og mögulega til þess að Philae vakni af dvala á einhverjum tímapunkti,“ segir Fred Jansen, leiðangursstjóri Rosettu hjá ESA.

mbl.is
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...