Offita kostar það sama og reykingar

Offitan kostar álíka mikið og allt vopnað ofbeldi, hryðjuverk og …
Offitan kostar álíka mikið og allt vopnað ofbeldi, hryðjuverk og stríðsátök í heiminum.

Kostnaður vegna offitu í heiminum er nánast sá sami og kostnaður vegna reykinga og stríðsátaka. Offita kostar þjóðir heims meira en bæði alkahólismi og loftlagsbreytingar.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem  McKinsey Global  stofnunin hefur kynnt. Þar kemur að offita kosti þjóðir heims tvö þúsund milljarðar (trillion í breskri útgáfu) eða 2,8% af vergri landsframleiðslu heimsins ár hvert. 2,1 milljarður jarðarbúa eða um 30% af íbúum heimsins glímir við offitu. Óttast rannsakendur að árið 2030 glími um helmingur jarðarbúa við offitu og að þetta sé farið að hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif á þjóðir heims.

Fjárhagslegur kostnaður vegna offitu eykst jafnt og þétt auk þess sem áhrifin eru mikil á heilbrigðiskerfið. Nefnir stofnunin áhrif á vinnu fólks þar sem offita hefur áhrif á heilsufar og fólk sé í auknu mæli frá vinnu vegna sjúkdóma sem tengjast offitu.

Í skýrslu sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið árið 2008 kom fram að kostnaður íslensks samfélags vegna ofþyngdar og offitu árið 2007 er metinn 5,8 milljarðar króna.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert