Miklar breytingar á Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull í september sl.
Mýrdalsjökull í september sl. mynd/NASA

Mýrdalsjökull hefur tekið töluverðum breytingum á undanförnum 28 árum. Á heimsíðu NASA eru birtar tvær gervihnattamyndir af jöklinum. Önnur þeirra er tekin 16. september 1986 en hin 20. september 2014. Ljóst er á myndunum að jökullinn hefur rýrnað en NASA fjallar m.a. um hvaða áhrif eldstöðvar hafa á jökla. 

Í umfjöllun á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, er greint frá því að rúmlega helmingur jökla og íshella á Íslandi liggi við eða beint ofan á eldfjöllum. Tekið er fram að Mýrdalsjökull þeki eldstöðina Kötlu. 

Rætt er Þröst Þorsteinsson, jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í frétt á vef NASA. Hann bendir á að Katla sé komin á tíma, en hún gaus síðast árið 1918. Hann tekur fram fram að skjálftavirkni hafi mælst í eldstöðinni án þess að stórt eldgos hafi orðið. Lítil jökulhlaup bendi hins vegar til þess að líf sé í eldstöðinni. 

Fram kemur að jökulinn hafi að hluta til bráðnað vegna áhrifa frá eldstöðinni. Hins vegar sé ekki hægt að rekja allar breytingar til eldstöðvana. Bent er á að jöklarnir hafi verið að minnka stöðugt frá árinu 1990 vegna loftlagshlýnunar og er Sólheimajökull tekinn sem dæmi, en hann hefur skroppið saman sem nemur 50 metrum á ári hverju.

Gervihnattamyndir sem sýna Mýrdalsjökul árið 1986 og í september sl.
Gervihnattamyndir sem sýna Mýrdalsjökul árið 1986 og í september sl. mynd/NASA
hér gefur að líta sama jökul í september á þessu …
hér gefur að líta sama jökul í september á þessu ári. mynd/NASA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert