Sólarljós minnkar líkur á nærsýni barna

Það getur verið bagalegt að þjást af nærsýni.
Það getur verið bagalegt að þjást af nærsýni. Eggert Jóhannesson

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að börn sem bera nærsýni í erfðum geta minnkað líkurnar á því sjón þeirra skerðist með að leika sér úti. Um fjórtán klukkustundir af útiveru á viku ætti að duga til þess. Ekki er þó ljóst hvers vegna sólarljósið virðist hafa þessi áhrif.

Löngum hefur verið talað um að börn sem hanga fyrir framan tölvu- og sjónvarpsskjái langtímum saman verði nærsýn eða fái jafnvel kassalöguð augu. Vísindamennirnir fundu engin merki um það en hins vegar komust þeir að því að ljós sólarinnar virðist hafa jákvæð áhrif á börn sem eiga á hættu að verða nærsýn vegna erfða.

„Við vitum í raun ekki hvað veldur því að útiveran sé svo sérstök. Ef við vissum það gætum við breytt nálgun okkar að nærsýni,“ segir Donald Mutti sem leiddi rannsóknina sem gerð var við ríkisháskólann í Ohio.

Vitað er að útfjólublátt ljós hefur áhrif myndun D-vítamíns í frumum en það er talið hjálpa augunum að beina ljósi til sjónhimnunnar. Vísindamennirnir frá Ohio grunar hins vegar að annar möguleiki sé fyrir hendi.

„Á aldrinum fimm til níu ára eru augu barna enn að vaxa. Stundum veldur vöxturinn því að fjarlægðin á milli augasteinanna og sjónhimnunnar eykst sem leiðir til nærsýni. Við teljum að mismunandi tegundir náttúrulegs ljóss geti hjálpað til að halda við lögun og lengd augans á meðan það vex,“ segir Mutti.

Lesa má nánar um rannsókn vísindamannanna á áhrifum sólarljóss á sjónina á vef The Washington Post.

mbl.is
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...