Gervigreind ógni tilveru mannkyns

Breski prófessorinn og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking segir að þróun gervigreindar ógni tilveru mannskyns. Í raun gæti hún leitt til þess að mannkynið myndi heyra sögunni til.

Hawking lét ummælin falla í samtali við breska ríkisútvarpið er hann var spurður út í tækni sem hann notar til að tjá sig, en hún byggir á einfaldri gerð gervigreindar.

Hawking, sem þjáist af blandaðri hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS), notast nú við nýja tækni, sem Intel hefur þróað, til að tala. Sérfræðingar hjá breska fyrirtækinu Swiftkey, sem vinna við að láta vélar læra, tóku einnig þátt í þróun tækninnar. 

Tæknibúnaðurinn lærir á það hvernig Hawking hugsar og stingur upp á orðum sem hann vill mögulega nota næst. Swiftkey hefur þegar búið til lyklaborðs-app sem býður upp á sömu möguleika, en það er hægt að hlaða því niður í snjallsíma. 

Hawking segir að sú þróun sem hafi þegar átt sér stað í gervigreind hafi haft mikið notagildi. Í dag sé tæknin fremur frumstæð en hann óttast afleiðingar þess takist mönnum að búa eitthvað til sem standi mannkyninu jafnfætis eða tekið fram úr því.

„Hún myndi hefja sig sjálf til flugs og endurhanna sig sífellt hraðar,“ sagði Hawking. 

„Mannverur, sem eru háðar líffræðilegri þróun sem er hægfara ferli, gætu ekki keppt og yrðu leystar af hólmi,“ segir Hawking í samtali við BBC.

Þar er hins vegar einnig rætt við aðra vísindamenn sem eru ekki eins svartsýnir.

„Ég tel að við munum áfram stjórna tækninni um mörg ókomin ár og möguleikinn á því að leysa mörg af þeim vandamálum sem heimurinn glímir við muni raungerast,“ segir Rollo Carpenter, hönnuður Cleverbot, sem er hugbúnaður sem er hannaður til að spjalla eins og manneskja. 

Stephen Hawking óttast að gervigreind komist á það stig að ...
Stephen Hawking óttast að gervigreind komist á það stig að vélarnar skilji mannfólkið eftir í rykinu með þeim afleiðingum að það heyri sögunni til. AFP
mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...