Jörðin séð frá Orion

Móðir jörð eins og hún birtist úr glugga áhafnarhylkis Orion-geimfarsins.
Móðir jörð eins og hún birtist úr glugga áhafnarhylkis Orion-geimfarsins. NASA

Geimfarið Orion nálgast nú hámarksfjarlægðina sem það fer frá jörðinni í tilraunaflugi sínu í dag. Það hefur gengið eins og í sögu fram að þessu og hefur bandaríska geimvísindastofnunin NASA birt mynd af reikistjörnunni okkar sem tekin var út um glugga Orion.

Þó að engir menn séu um borð í Orion í þetta skiptið eru um tólf hundruð nemar og skynjarar af ýmsu tagi um borð. Þeim er ætlað að afla eins mikilla upplýsinga og hægt er um þær aðstæður sem Orion flýgur í gegnum í geimnum og í lofthjúpnum þegar farið fellur aftur til jarðar síðar í dag. Þeir eiga meðal annars að fylgjast með hitaskildi farsins, geislunina sem það verður fyrir þegar Orion flýgur í gegnum Van Allen-geislabeltið sem umlykur jörðina og rjúkandi hitann þegar það fellur í gegnum lofthjúpinn.

Mest mun Orion fara í um 5.800 kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar og hefur ekkert geimfar sem hannað er til að flytja menn flogið eins langt frá því í síðasta Apollo-leiðangrinum árið 1972.

Hægt er að fylgjast með flugi Orion í beinni útsendingu á vef NASA og á bloggsíðu leiðangursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert