Orion lent mjúklega í sjónum

Fallhlífar Orion sem eru á stærð við fótboltavelli opnuðust sem …
Fallhlífar Orion sem eru á stærð við fótboltavelli opnuðust sem skyldi og hægðu á ferð þess í gegnum lofthjúpinn eins og sést á þessari mynd sem Ikhana-dróni NASA tók áðan. NASA

Ferðalag geimfarsins Orion út fyrir lága jarðbraut gekk eins og í sögu og sveif áhafnarhylkið heilu og höldnu niður til votrar lendingar í Kyrrahafi nú fyrir stundu. Alls ferðaðist Orion tæpa 97 þúsund kílómetra á fjórum og hálfri klukkustund.

Fyrri stig ferðalagsins höfðu gengið að óskum allt frá geimskotinu sjálfu kl. 12:05 frá Canaveral-höfða í Flórída til þess þegar geimfarið lyfti sér upp fyrir lága jarðbraut, lengra en nokkuð geimfar sem hannað hefur verið til að flytja menn hefur hætt sér í rúm fjörutíu ár.

Þegar tæp þrjár og hálf klukkustund voru liðnar af ferðinni skyldu leiðir á milli áhafnarhylkisins og síðasta hluta eldflaugarinnar og byrjaði hylkið að nálgast jörðina. Spenna ríkti um um hvernig Orion myndi þola ferðina í gegnum lofthjúpinn en það er búist stærsta hitaskildi sem búinn hefur verið til fyrir geimfar. Hann nemur um 1/20 af heildarþyngd geimfarins og er hannaður til að þola rúmlega 3.300°C hita. Hitastigið á yfirborði skjaldarins nam um 2.200°C þegar farið féll niður til jarðar.

Björgunarþyrlur eru nú á leið á lendingarstaðinn þar sem Orion marar í Kyrrahafi utan við strönd suðurhluta Kaliforníu. Allt bendir til þess að farið hafi virkarð fullkomlega og að því hafi ekki orðið meint af tveimur ferðum sínum í gegnum Van Allen-geislabeltið svonefnda.

mbl.is