Broskall úr vetrarbrautum

Vetrarbrautirnar virðast brosa við Hubble-sjónaukanum.
Vetrarbrautirnar virðast brosa við Hubble-sjónaukanum. NASA & ESA

Miklar framfarir hafa orðið í könnun alheimsins á undanförnum áratugum og ná sjónaukar æ betri myndum af fjarlægum fyrirbærum. Svo lagnir eru vísindamenn orðnir í því að mynda alheiminn að þeim tókst meira að segja að fá hann til að brosa á mynd sem náðist með Hubble-sjónaukanum.

Á miðri myndinni sem fylgir með fréttinni er vetrarbrautaþyrpingin SDSS J1038+4849. Engu líkara er en að hún sé skælbrosandi. Appelsínugulu augun, hvíta nefið og brosið eru allt saman vetrarbrautir í mismikilli fjarlægð frá okkur. Augun innihalda svo mikið efni að til verður náttúruleg linsa, svokölluð þyngdarlinsa, að því er segir í frétt á Stjörnufræðivefnum.

Vetrarbrautaþyrpingar eru efnismestu fyrirbærin í alheiminum. Þær hafa svo sterkan þyngdarkraft að þær geta sveigt tímarúmið í kringum sig og verkað sem náttúrulegar linsur sem magna, bjaga og beygja ljósið fyrir aftan þær. Almenna afstæðiskenning Einsteins útskýrir þyngdarlinsur af þessu tagi.

Í þyngdarlinsunni sem hér sést hefur myndast hringur — Einstein-hringur — þegar þyrpingin sveigir ljósgeisla frá fjarlægari vetrarbraut fyrir aftan.

Grein á Stjörnufræðivefnum um vetrarbrautabroskallinn

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...