Í nánu samneyti við halastjörnu

Nærmynd Rosettu af yfirborði halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Skalinn á myndinni er …
Nærmynd Rosettu af yfirborði halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Skalinn á myndinni er 0,76 metrar á díl og stærðin á samsettu myndinni er 1.35 × 1.37 km. ESA/Rosetta/NavCam – CC BY-SA IGO 3.0

Evrópska geimstofnunin ESA hefur birt nýjar nærmyndir sem geimfarið Rosetta tók af halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko. Myndirnar voru teknar á Valentínusardaginn en geimfarið hafði ekki áður hætt sér eins nærri halastjörnunni.

Myndin er samsett úr fjórum myndum sem teknar voru í fyrsta framhjáflugi Rosettu nálægt yfirborði halastjörnunnar. Geimfarið var í aðeins tæplega níu kílómetra fjarlægð frá yfirborðinu þegar það smellti myndunum af. Næst fór Rosetta í um sex kílómetra hæð yfir halastjörnunni.

Enn hefur ekkert bólað á lendingarfarinu Philae en vonir standa til þess að það nái að ræsa sig aftur þegar sólarrafhlöður þess fá meira sólarljós eftir því sem halastjarnan færist nær sólinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert