Örninn lendir í snjallsímana

Buzz Aldrin að störfum á tunglinu í júlí 1969 þegar …
Buzz Aldrin að störfum á tunglinu í júlí 1969 þegar fyrsta mannaða geimfarið var sent til tunglsins NASA

Hefur þig einhvern tímann langað til að heyra fleyg orð Neils Armstrong „Þetta er lítið skref fyrir mann en risastórt skref fyrir mannkynið“ í hvert skipti sem síminn þinn hringir? Þrátt fyrir það hefur bandaríska geimvísindastofnunin NASA birt hljóðskrár með frægum augnablikum úr geimsögunni sem hægt er að ná í fyrir snjallsíma.

Tölvubúnaðurinn sem notaður var til að koma fyrstu mönnunum til tunglsins var svipað öflugur og reiknivél nútímans. Því er við hæfi að menn noti hljóðin úr tunglleiðöngrunum og frá fleiri augnablikum úr sögu geimkönnunar sem hringitón í snjallsímana sína sem búa yfir margfaldri afkastagetu á við þessar frumstæðu tölvur sem menn treystu þó fyrir lífi sínu.

Á meðal þeirra hljóðskráa sem hægt er að nálgast á vefsíðu NASA eru „Örninn er lentur“ sem Neil Armstrong sagði þegar far hans félaga hans lenti á tunglinu árið 1969, niðurtalningar í geimskot og hljóðin úr eldflaugarhreyflum Atlas V-eldflaugar.

Hér má nálgast hljóðskrárnar sem eru bæði á MP3- og M4R-formi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert