Dularfullt ský á Mars

Heljarmikill strókur sást gnæfa hátt yfir yfirborði Mars í marsmánuði ...
Heljarmikill strókur sást gnæfa hátt yfir yfirborði Mars í marsmánuði 2012. Grupo Ciencias Planetarias

Vísindamenn klóra sér nú í höfðinu yfir gríðarstórum stróki sem gaus allt í einu upp af yfirborði reikistjörnunnar Mars. Áhugastjörnufræðingar komu auga á hann árið 2012 en enn hefur engin skýring fundist á orsökum hans.

Strókurinn teygði sig upp í um 250 kílómetra hæð og var fleiri hundruð kílómetrar að breidd. Hann virtist hafa myndast á innan við tíu klukkustundum og var sjáanlegur í um tíu daga en breytti um lögun frá degi til dags. Minni slíkir strókar hafa áður sést á Mars en ekki hærri en 100 kílómetra háir. Vísindamenn við Háskólann í Baskalandi hafa farið yfir myndir sem teknar vorum af stróknum en þeim hefur þó ekki tekist að skýra uppruna hans.

„Í um 250 kílómetra hæð eru skilin á milli lofthjúpsins og geimsins mjög þunn þannig að þessir strókar sem sagt var frá eru afar óvæntir,“ segir Agustín Sánchez-Lavega. aðalhöfundur rannsóknarinnar sem birtist í tímaritinu Nature.

Mögulega af völdum segulljósa

Svo óheppilega vildi til að ekkert þeirra geimfara sem eru á braut um Mars var í aðstöðu til að sjá strókinn vegna stöðu þeirra við reikistjörnuna og birtuskilyrða. Myndirnar sem áhugastjörnufræðingarnir tóku hafa ekki varpað frekara ljósi á orsakirnar.

„Ein hugmynd sem við höfum rætt er að myndunin sé orsökuð af skýi úr vatnsís, þurrís eða rykögnum sem endurkasta ljósi, en það myndi hins vegar krefjast mikilla afbrigða frá hefðbundnum líkönum af hringrás lofthjúpsins til þess að hægt sé að skýra skýjamyndun í slíkri hæð,“ segir Sánchez-Lavega.

Einnig er talið mögulegt að skýið hafi á einhvern hátt orðið til vegna segulljósa, sem á jörðinni kallast norður- og suðurljós, á Mars. Í frétt á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að þegar ExoMars-brautarfarið sem á að rannsaka snefilgas í lofthjúpi Mars kemur á staðinn þá ætti að vera mögulegt að rannsaka málið betur. Geimfarinu verður skotið á loft á næsta ári.

Frétt Space.com um furðuskýið á Mars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...