Sjálfsmynd í geimgöngu

Sjálfsmyndin sem Wilmore tók í geimgöngunni í gær.
Sjálfsmyndin sem Wilmore tók í geimgöngunni í gær. Barry Wilmore/NASA

Geimfarinn Barry Wilmore notaði tækifærið og smellti af sjálfsmynd þegar hann fór í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina í gær. Hann og félagi hans Terry Virts voru í sex og hálfa klukkustund að undirbúa ný hólf þar sem geimför geta lagst að stöðinni.

Ekki var Wilmore sérstaklega brosmildur á myndinni enda var hann með ógegnsæjan hjálm á höfði. Í honum má þó sjá spegilmynd Virts. Þeir félagar fara svo í aðra geimgöngu á miðvikudag til að halda framkvæmdunum við geimstöðina áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert