Heilt Norðuríshaf á Mars

Vísindamenn NASA telja að í fyrndinni hafi verið meira vatn ...
Vísindamenn NASA telja að í fyrndinni hafi verið meira vatn á Mars en í Norðuríshafinu á jörðinni. Síðan þá hafi reikistjarnan tapað um 87% af vatninu út í geiminn. NASA/GSFC

Úthaf á stærð við Norðuríshafið var að líkindum eitt sinn að finna á reikistjörnunni Mars. Það er meira magn vatns en áður var talið að hafi verið þar til staðar en það lá yfir sléttum á norðurhveli rauðu reikistjörnunnar í milljónir ára, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna NASA.

„Rökrætt hefur verið um tilvist úthafs á norðurhvelinu í áratugi en þetta er í fyrsta skipti sem við höfum svo sterkt safn gagna frá allri reikistjörnunni. Niðurstöður okkar segja okkur að það hljóti hafa verið úthaf,“ segir Michael Mumma, yfirvísindamaður Goddard-stjarnlíffræðimiðstöðvar NASA.

Mumma og Geronimo Villanueva, reikistjörnufræðingur hjá NASA, mældu tvær mismunandi gerðir vatnssameinda í lofthjúpi Mars. Annað þeirra er hið kunnuglega form vatns sem samanstendur af tveimur vetnisatómum og einu súrefnisatómi. Hins vegar rannsökuð þeir örlítið þyngri gerð vatns, HDO, svonefnt tvívetni. Þar inniheldur kjarni annars vetnisatómsins nifteind.

Þeir komust að því að átta sinnum meira magn er af tvívetni í lofthjúpi Mars en í vatni á jörðinni. Það bendir til þess að áður fyrr hafi verið til mun meira af „léttara“ vatni á reikistjörnunni sem hafi einhvern veginn tapast.

Hlutfallslega stærra en Atlantshafið á jörðinni

Mælingar þeirra benda til þess að nægilegt vatn hafi verið til staðar á Mars til þess að þekkja allt yfirborð reikistjörnunnar með að minnsta kosti 137 metra djúpu hafi fyrir um 4,3 milljörðum ára. Það hefði hins vegar að mestu leyti safnast saman á norðurhvelinu. Sums staðar hefði það getað verið allt að 1,6 kílómetra djúpt. Það hefði getað þakið um það bil 19% af yfirborði Mars. Til samanburðar þekur Atlantshafið um 17% af yfirborði jarðarinnar.

Kenningin um úthafið er þó enn óstaðfest. Rannsóknir könnunarjeppans Curiosity hafa bent til þess að vatn hafi verið að finna á yfirborðinu áður fyrr en ekki þó í eins miklum mæli og þeir Mumma og Villanueva leggja nú til.

„Því meira vatn sem var til staðar, sérstaklega ef þetta var mikið magn sem var samankomið sem entist í lengri tíma, því meiri líkur eru á að líf hafi komið fram og haldið sér við,“ segir Paul Mahaffy, yfirmaður lofthjúpsrannsóknastofu Goddard-geimstofnunar NASA.

Frétt The New York Times af úthafinu sem gæti hafa þakið norðurhvel Mars

Frétt á vef NASA um niðurstöður rannsóknarinnar

mbl.is
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...