Hnattflug sólarflugvélar hafið

Fyrsta flugið um­hverf­is jörðina á flug­vél sem geng­ur fyr­ir sól­ar­orku hófst í morgun. Íslendingar eru meðal þeirra sem koma að fluginu og undirbúningi þess.

Verk­efnið hef­ur verið í und­ir­bún­ingi síðustu tíu ár, og hef­ur Jón Björg­vins­son, frétta­rit­ari og ljós­mynd­ari og son­ur hans, Daní­el Jóns­son, raf­magns­verk­fræðing­ur, tekið þátt í und­ir­bún­ingn­um með ein­um eða öðrum hætti síðustu árin. Lagnt var af stað frá Abu Dhabi klukkan 7:12 að staðartíma, klukkan 3:12 í nótt að íslenskum tíma. Frétt um flugið er efsta frétt á vef BBC og í fréttum allra helstu fjölmiðla heims.

Flugvélin, sem nefnist Solar Impulse-2, er nú á leið til Múskat í Óman en áætlað er að ferðalagið taki um fimm mánuði.

Vélin fer af stað 

Undirbúa fyrsta hnattflugið

Svissneski flugmaðurinn Bertrand Piccard og Andre Borschberg
Svissneski flugmaðurinn Bertrand Piccard og Andre Borschberg AFP
Solar Impulse 2
Solar Impulse 2 AFP
Solar Impulse 2 hélt af stað í nótt
Solar Impulse 2 hélt af stað í nótt AFP
Solar Impulse 2
Solar Impulse 2 AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert