Sólarflugvél lent eftir fyrsta flug

AFP

Flug­vél knú­in sól­ar­orku lenti eftir tólf klukkustunda flug í Óman fyrr í dag, en vélin er sú fyrsta sinnar tegundar sem flýgur umhverfis jörðina. Jón Björg­vins­son, frétta­rit­ari og ljós­mynd­ari, og son­ur hans, Daní­el Jóns­son raf­magns­verk­fræðing­ur eru meðal þeirra sem koma að fluginu og undirbúningi þess.

Flugvélin, sem heitir Solar Impulse-2, flaug frá Abu Dhabi og lenti í Múskat í Óman. Vélin lenti eftir 12 klukkustunda flug, en það var Andre Borschbeg sem sat við stýrið. 

Áætlað er að ferðalagið taki um fimm mánuði, en vélin mun fljúga frá einni heimsálfunni yfir í þá næstu og yfir bæði Kyrrahafið og Atlantshafið. Flugið er farið til að vekja at­hygli á vist­væn­um orku­gjöf­um.

Verk­efnið hef­ur verið í und­ir­bún­ingi síðustu tíu ár, og hef­ur Jón tekið þátt í und­ir­bún­ingn­um með ein­um eða öðrum hætti síðustu árin. Lagt var af stað frá Abu Dhabi og áætlað er að lenda aft­ur í lok júlí eða byrj­un ág­úst á sama stað. „Það er mjög spenn­andi að sjá hvort þetta geng­ur upp,“ sagði Jón Björg­vins­son í sam­tali við mbl.is.

Frétt breska ríkisútvarpsins um flugið.

Hnattflug sólarflugvélar hafið

Vél­in fer af stað 

Und­ir­búa fyrsta hnatt­flugið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert