Fundu torkennilegt ginnungagap

Kaldi bletturinn er í stjörnumerkinu Eridanusi. Ólíklegt er talið að ...
Kaldi bletturinn er í stjörnumerkinu Eridanusi. Ólíklegt er talið að tilvist kalda svæðisins og risavaxna gapsins á sama svæðinu sé tilviljun. ESA Planck Collaboration

Stærsta þekkta fyrirbærið í alheiminum er risavaxið tómarúm, um 1,8 milljarðar ljósára að þvermáli, að sögn vísindamanna sem uppgötvuðu það. Þetta ginnungagap veldur þeim hins vegar heilabrotum því það kemur ekki vel heim og saman við bestu kenningar manna um þróun alheimsins.

Fyrir um tíu árum tók stjörnufræðingar eftir óvenjuköldu svæði í örbylgjukliðnum á næturhimninum. Rannsóknir István Szapudi og félaga við Havaíháskóla í Manoa staðfestu að um 10.000 færri vetrarbrautir séu á því svæði en annars staðar á himninum. Szapudi segir að þetta gap þar sem þéttleiki efnis er mun minni en annars staðar sé mögulega stærsta einstaka fyrirbærið sem mannkynið hefur nokkru sinni uppgötvað.

Viðtekna kenningin um upphafi og þróun alheimsins gerir ráð fyrir að breytileiki geti verið í þéttleika efnis í honum. Stærðin á ginnungagapinu kom vísindamönnum hins vegar í opna skjöldu. 

„Þetta er stærsta ginnungagap sem hefur nokkru sinni verið uppgötvað. Þegar litið er til stærðar og tómleika er ginnungagapið okkar mjög sjaldgæfur atburður. Við getum aðeins búist við að sjá örfá tómarúm af þessari stærð í hinum sjáanlega alheimi,“ segir András Kovács, meðhöfundur rannsóknarinnar við Eötvös Loránd-háskóla í Búdapest.

Ginnungagapið er ekki tómarúm í raun og veru en um fimmtungi minna efni er í því en í okkar hluta alheimsins eða öðrum dæmigerðum hlutum hans. Vísindamennirnir standa á gati yfir því hvernig það myndaðist. Þá útskýrir það aðeins 10% af lægra hitastigi þessa svæði stjörnuhiminsins.

Rennir frekari stoðum undir tilvist hulduorku

Sé hægt að rekja uppruna kalda svæðisins til Miklahvells, upphafs hins sjáanlega alheims, gæti það verið vísbending um áður óþekkt eðlisfræðilögmál sem staðllíkan eðlisfræðinnar hefur ekki enn náð að útskýra. Sé ástæðan hins vegar fyrirbæri á milli jarðarinnar og örbylgjukliðsins væri það dæmi um gríðarlega sjaldgæft frávik frá dreifingu efnis í alheiminum. Ólíklegt er talið að tilviljun ein ráði því að að gapið og kalda svæðið séu á sama svæðinu.

Tilvist gapsins rennir frekari stoðum undir þá kenningu að alheimurinn sé að þenjast hraðar út fyrir tilstilli hulduorku. Gangi menn út frá þeirri forsendu ættu þeir von á að ljóseindir tapi orku og kólni við að ferðast í gegnum auðnina eins og virðist vera raunin.

„Þetta er sjálfstæð vísbending, ef einhver efaðist, um tilvist hulduorku,“ segir Carlos Frenk, prófessor við Háskólann í Durham.

Frétt The Guardian af uppgötvun ginnungagapsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...