Æfði fyrir Mars á Íslandi

Það er líf við Námafjall. Er líf á Mars?
Það er líf við Námafjall. Er líf á Mars? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Myndavél sem á að nota til að kanna landslagið á Mars var prufukeyrð á Íslandi fyrir væntanlega ferð út í himingeiminn. Það var gert af því að vísindamenn telja að ákveðnir staðir á Íslandi séu líkir því sem þeir búist við að fást við á Mars.

Snemma árs 2019 á að bora í jarðveginn á Mars til að kanna hvort eitthvert líf hafi verið á plánetunni. Erfitt getur reynst fyrir bortækin að finna heppilegan stað til að bora og þá kemur myndavélin, prófuð í „íslenska geimnum“, að góðum notum. Myndavélin leitar að stöðum sem líta út fyrir að vera lífvænlegri en aðrir og þeir staðir verða síðan skoðaðir nánar. 

Æfing myndavélarinnar gekk upp en hún fór í æfingabúðir í Námafjalli, á NA-landi. Svæðið þar er háhitasvæði og þykir líkt því sem búist er við á Mars. Æfingabúðirnar gengu mjög vel og myndavélin stóð sig eins og vonast var til.

Frétt New Scientist um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert