Bjuggu til fellibyl

Vísindamenn við háskólann í Míamí hafa búið til stærsta fellibylshermi heimsins. Í herminum er fárviðri búið til og er vonast til að með rannsóknum megi bæta veðurspár, m.a. að spá betur fram í tímann um fellibyli sem valda miklum skaða í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

Einnig er markmiðið að geta spáð betur til um hversu stórir fellibyljir verða við ákveðnar aðstæður.

mbl.is