Alzheimerssmit talin möguleg

Reynt verður að finna leiðir til að sporna við myndun ...
Reynt verður að finna leiðir til að sporna við myndun trefjótts slíms sem myndast í heila Alzheimersjúklinga. Heilar fólksins sem var krufið í rannsókninni hafði talsverða uppbyggingu slíks slíms. Ljósmynd/NASA

Mögulegt er talið að Alzheimerssjúkdómurinn geti smitast, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature. Það gæti þó aðeins gert við afar sérstakar aðstæður þar sem manneskja kemst í beina snertingu við heilavef. Hugsanlegt er að fólk sem fékk vaxtarhormón sem var m.a. unnið úr heilavef hafi smitast.

John Collinge, forstöðumaður taugahrörnunarsjúkdómadeildar University College í London, lagði áherslu á það að engin leið væri fyrir sjúkdóminn að smitast með því einu að annast um Alzheimerssjúkling þegar hann kynnti niðurstöður rannsóknarinnar.

Lík átta manns sem hafði verið gefið vaxtarhormón sem börn fyrir meira en þrjátíu árum voru krufin. Hormónið var unnið úr heiladingli manna og var mengað prótíni sem varð þess valdandi að fólkið þróaði með sér heilasjúkdóminn Creutzfeldt-Jakob sem dró það til dauða. Krufningarnar voru gerðar til þess að kanna hvort eitthvað annað væri óvenjulegt við heila fólksins.

Prótín úr vaxtarhormónum sökudólgurinn

Í ljós kom að heilar fjögurra þeirra báru merki um töluverða uppsöfnun amyloid-prótínsins sem er einkenni Alzheimers. Prótínið myndar þykka flekki á heila fólks sem þjáist af sjúkdómnum. Einstaklingarnir sem voru krufnir höfðu hins vegar látist alltof ungir til þess að svo mikið magn prótínsins hefði átt að vera til staðar í heilum þeirra.

Niðurstaða vísindamannanna var að vaxtarhormónið sem fólkinu var gefið í æsku hafi borið í sér prótín úr heiladingli sem olli því að flekkirnir byrjuðu að safnast upp í heila þeirra. Engin leið sé hins vegar til þess að þetta gæti gerst í dag þar sem vaxtarhormón hafi ekki verið unnin úr heilavef frá því á 9. áratug síðustu aldar. Fólkið sem var krufið þjáðist heldur ekki af Alzheimers, aðeins prótínútfellingunum á heila sem birtast yfirleitt áður en vitglöp láta á sér kræla.

Möguleg afleiðing er þessar niðurstaðna er að tól skurðlækna gætu hugsanlega borið prótín úr sjúklingi með Alzheimers. Það er þó talið ákaflega ólíklegur möguleiki.

Það sem mikilvægara er þá gefur rannsóknin vísbendingar um að Alzheimers eigi ýmislegt sameiginlegt með svonefndum prótínsýklasjúkdómum eins og Creutzfeldt-Jakob í fólki, kúariðu í nautgripum og riðuveiki í sauðfé. Í þeim virðast prótín mynda skaðlega klasa. Ætli menn að ráðast að rótum Alzheimers þurfi þeir því að koma í veg fyrir uppsöfnun þessara prótína í heilanum.

Greinin um rannsóknina í Nature

Frétt bandaríska ríkisútvarpsins NPR af rannsókninni

mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...