Indverjar rannsaka svarthol

Astrost, fyrsti geimrannsóknargervitungl Indverja.
Astrost, fyrsti geimrannsóknargervitungl Indverja. AFP

Fyrsta gervitungli indversku geimrannsóknastofnunarinnar ISRO sem á að sinna stjörnufræðirannsóknum var skotið á loft á mánudaginn. Astrosat-geimfari hennar er ætlað að afla upplýsinga um svarthol og fleiri djúpfyrirbæri á næstu fimm árum.

ISRO segir að Astrosat sé komið á stöðuga lága braut um jörðu í um 650 kílómetra hæð nærri miðbaugi. Geimfarið getur tekið myndir í sýnilegu ljósi og á útfjólubláa- og röntgenhluta litrófsins af svartholum og fleiri fyrirbærum. Verkefnið er það stærsta á sviði geimrannsókna sem ISRO hefur ráðist í frá því að það sendi brautarfar til Mars í fyrra.

Helstu vísindamarkmið Astrosat eru meðal annars að skilja orkumikla ferla í tvístirnakerfum sem samanstanda af nifteindastjörnu og svartholi og að koma auga á skammlífar og bjartar röntgenuppsprettur á himninum, að því er segir í tilkynningu ISRO. 

Auk Astrosat flutti PSLV-eldflaug Indverjanna nokkur gervitungl annarra þjóða á braut um jörðina, þar á meðal indónesískt geimfar sem á að fylgjast með skipaumferð og gerir strandgæslu kleift að fá upplýsingar um skip, hraða þeirra og stefnu umfram það sem hefðbundnar ratsjár eru færar um að veita.

Geimskotið var jafnframt það fyrsta þar sem bandarísku gervitungli er skotið á loft með indverskri eldflaug en veðurtungl bandaríska fyrirtækisins Spire Global var í farmi hennar.

Frétt Space.com af geimskoti Indverja

mbl.is
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...