Áhyggjur af ebólusmitandi sæði

Frá meðferðarmiðstöð fyrir ebólusmitaða í Gíneu. Mynd úr safni.
Frá meðferðarmiðstöð fyrir ebólusmitaða í Gíneu. Mynd úr safni. AFP

Rannsókn birt í New England Journal of Medicine hefur sýnt fram á tilveru ebóluveiru í sæðisvökva karlmanna allt að níu mánuðum eftir að þeir sýndu upphaflega einkenni sjúkdómsins. Í annarri rannsókn í sama riti var sýnt fram á smit frá karlmanni sem þar sem veiran lifði af smit til konu sem hann hafði óvarin mök við, hálfu ári eftir að hann sýndi fyrst einkenni.

Hvetja eindregið til smokkanotkunar

Þekkt er að ebóluveiran getur haldið til lengi í ýmsum vökvum líkamans eftir að hún hverfur úr blóði smitaðra. Hinar nýju rannsóknir gefa þó til kynna að sá tími sé mun lengri en áður hefur verið talið.

Karlmenn sem smitast hafa af sjúkdómnum eru hvattir til þess að nota smokka. Merki um veiruna hafa fundist í leggangaútferð smitaðra kvenna í nokkurn tíma eftir að einkenni birtast en þó smit frá konu sem náð hefur bata eftir sjúkdóminn til karlmanna séu ekki útilokuð eru þau talin heldur ólíkleg.

Óvíst hversu smitandi sæðisvökvinn er

Í Síerra Leone voru 93 karlmenn rannsakaðir sem höfðu lifað af sjúkdóminn. Þrjá mánuði frá smiti fundust merki um vírusinn í öllum níu karlmönnum sem skimaðir voru, eftir hálft ár fundust þau í 26 af 40 skimuðum mönnum (65%) og eftir sjö til níu mánuði fundust þau í 11 af 43 (26%).

Það er þó óvíst hversu smitandi þessar leifar af vírusnum eru. Smit í gegnum kynmök eru talin mjög fátíð og á svæðum í Sierra Leone þar sem margir eftirlifendur búa hafa engin ný tilfelli komið upp, að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Gæta verði þó öryggis á meðan frekari rannsóknir fara fram.

Rannsóknin á vef New England Journal of Medicine

Lést eftir kynmök með eftirlifenda

Hin rannsóknin greindi tilfelli þar sem 44 ára kona frá Montserrado sýslu í Líberíu lést þann 27. mars síðastliðinn eftir að hafa verið staðfest með ebóluveiruna og lögð inn. Hefðbundnar orsakir yfir smitinu fundust ekki en hún gaf upp að hún hefði stundað óvarin kynmök með sveitungi sínum sem hafði fengið vírusinn um hálfu ári áður en náð sér.

Blóðsýni úr manninum sýndu engin merki um vírusinn í október á síðasta ári og var hann útskrifaður og sýndi engin frekari einkenni. Eftir að rannsóknin á smiti konunnar hófst voru tekin blóð- og sæðissýni úr manninum í mars. Engin merki fundust um vírusinn í blóði hans en jákvæð niðurstaða úr prófinu fékkst úr sæðisvökva. Mánuði síðar var annað sæðissýni greint og þá fannst vírusinn ekki.

Rannsóknin á vef New England Journal of Medicine

BBC segir frá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert