Daglegar myndir af móður jörð

Ein af nýjustu myndum DSCOVR af jörðinni. Á henni sést ...
Ein af nýjustu myndum DSCOVR af jörðinni. Á henni sést Ástralía og víðáttumikið Kyrrahafið austur af henni. NASA

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA opnaði nýja vefsíðu í dag þar sem almenningur um allan heim getur nálgast glænýjar myndir af jörðinni á hverjum degi. Myndirnar eru teknar með myndavél um borð í DSCOVR-geimfarinu sem fylgist með sólvindum og loftslagi jarðar.

Á annan tug nýrra litmynda af allri upplýstu hlið jarðarinnar sem teknar voru 12-36 klukkustundum áður verða birtar á vefsiðunni einu sinni á dag. Hver myndasyrpa mun sýna alla jörðina og hvernig hún snýst um möndul sinn. Hægt verður að leita að myndum aftur í tímann og eftir heimsálfum.

Meginmarkmið DSCOVR er að fylgjast með sólvindum en um borð eru einnig tvö mælitæki frá NASA sem fylgjast með jörðinni. EPIC-myndavélin gerir vísindamönnum meðal annars kleift að fylgjast með dagbundnum breytingum á gróðri, ósonlaginu, rykögnum í lofthjúpnum og hæð skýja og endurvarpi þeirra á ljósi.

Upplausn myndavélarinnar er í raun um 10-15 kílómetrar. Þar sem jörðin er afar björt miðað við dimman geiminn sem umlykur hana er lýsingartími myndanna örstuttur, 20-100 millisekúndur. Það gerir það að verkum að stjörnurnar í bakgrunninum sjást ekki á myndunum.

DSCOVR er á braut á milli sólarinnar og jarðarinnar við svonefndan Lagrange-punkt 1 í um 1,6 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Við þann punkt jafnast þyngdarkraftar sólarinnar og jarðarinnar út á þann hátt að geimfarið getur fylgt jörðinni eftir á braut sinni án þess að leiðrétta þurfi stefnu þess mikið.

Myndasíða DSCOVR með daglegum myndum af jörðinni

Frétt á vefsíðu NASA um myndasíðu DSCOVR-geimfarsins af jörðinni

mbl.is
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...
Hreinsa þakrennur ofl
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...