Kjötát eykur líkur á ristilkrabbameini

Mikið kjötát getur aukið líkurnar á ristilkrabbameini.
Mikið kjötát getur aukið líkurnar á ristilkrabbameini. AFP

Át á unnum kjötvörum eins og pylsum og skinku eykur líkurnar á því að fá ristilkrabbamein. Sennilega gildir það sama um rautt kjöt, að því er segir í nýrri frétt frá krabbameinsrannsóknarsviði  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Niðurstaða rannsóknarinnar, sem byggir á yfir 800 rannsóknum á tengslum kjötáts og krabbameins, styður við fyrri tilmæli WHO um að fólk reyni að takmarka kjötát.

Samkvæmt skýrslunni þarf ekki að  borða nema 50 grömm af unnum kjötvörum, sem er minna en tvær sneiðar af beikoni, á dag til þess að auka líkurnar á ristilkrabbameini um 18%. Þrátt fyrir þetta þá er kjöt ekki af hinu illa samkvæmt WHO en mælt er með því að þess sé neytt í takmörkuðu mæli.

mbl.is