Blómleg eyðimörk vegna El Niño

Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna.
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna. AFP

Ekki er allt slæmt sem fylgir veðrafyrirbrigðinu El Niño því blómabreiða þekur Atacama-eyðimörkina í Síle, þurrasta svæði heims. 

El Niño fylgir hlýnun á stóru svæði í Austur-Kyrrahafi og fyrirbærið hefur áhrif á veðurfar í mörgum Kyrrahafslöndum, í sunnanverðri Afríku og jafnvel Evrópu.

El Niño kemur óreglulega á tveggja til sjö ára fresti þegar staðvindar, sem valda hringrás yfirborðssjávar, taka að veikjast. Sjórinn í vestanverðu Kyrrahafi tekur að hlýna og hlýi sjórinn breiðist síðar austur um. Þetta veldur miklum breytingum á úrkomu; flóð og aurskriður verða algengari í löndum, sem eru yfirleitt þurrviðrasöm, og þurrkar verða í Vestur-Kyrrahafi. Breytingar verða einnig á sjávarstraumum.

En í eyðimörkinni í Norður-Síle eru áhrifin jákvæð og þar spretta nú þúsundir blómategunda sem hafa ekki sést í áratugi. Gular, rauðar, fjólubláar og hvítar breiður blasa nú við í Atacama, þar sem hitastigið er um 40 gráður á þessum tíma árs. 

Áhrif El Niño hafa verið sérstaklega harkaleg í ár með mikilli úrkomu. Þetta þýðir að það hefur rignt meira í eyðimörkinni en undanfarin 40-50 ár, segja vísindamenn. 

Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna.
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna. AFP
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna.
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna. AFP
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna.
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna. AFP
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna.
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna. AFP
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna.
Atacama eyðimörkin er afar blómleg núna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert