Nýtt líf með nýju andliti

Bandaríkjamaður sem hlaut alvarleg brunasár var við slökkvistörf hefur fengið nýtt andlit, en hann gekkst í sumar undir umfangsmestu aðgerð sem hefur verið framkvæmd til að græða andlit á manneskju.

Aðgerðin stóð yfir í 26 klukkustundir og var framvæmd í Langone Medical Center við háskólann í New York í ágúst.

Patrick Hardison er þakklátur.
Patrick Hardison er þakklátur. AFP

Hinn 41 árs gamli Patrick Hardison, sem starfaði sem slökkviliðsmaður í sjálfboðastarfi, fékk m.a. nýtt höfuðleður, eyru og augnlok. Líffæragjafinn hét David Rodebaugh. Hann lést í reiðhjólaslysi 26 ára að aldri. 

Læknateymið sögðu í sumar að það væru helmingslíkur á því að aðgerðin myndi heppnast, en hún kostaði um milljón Bandaríkjadali (um 130 milljónir kr.) 

Hér má sjá hvernig Hardison leit út fyrir og eftir …
Hér má sjá hvernig Hardison leit út fyrir og eftir aðgerðina. AFP

Hardison slasaðist alvarlega þegar hann ætlaði að bjarga konu sem hann taldi að vera föst inni í brennandi húsi. Hardison hlaut þriðja stigs bruna á öllu andliti og höfuðleðri. 

Hann beið í rúmt ár áður en upplýsingar bárust um heppilegan líffæragjafa. Rodebaugh var í sama blóðflokki og Hardison auk þess sem hann var einnig ljós á hörund og með ljóst hár. 

Líffæragjafinn David Rodebaugh, sem lést í reiðhjólaslysi 26 ára að …
Líffæragjafinn David Rodebaugh, sem lést í reiðhjólaslysi 26 ára að aldri. AFP

Fram kemur á vef BBC, að tvö teymi hafi komið að aðgerðinni í einu. Eitt hafi séð um að undirbúa gjafann en hitt hafi sinnt Hardison.

Fram kemur að aðgerðin hafi heppnast vel og Hardison, sem er fimm barna faðir, sé á góðum batavegi. Hann verður hins vegar að taka sérstök lyf út ævina sem koma í veg fyrir að ónæmiskerfi líkamans hafni andlitságræðslunni. Það hefur jafnframt verið bent á að það geti tekið mjög á sálrænt að aðlagast nýju andliti.

Eduardo D. Rodriguez, sem hafði yfirumsjón með aðgerðinni, ásamt Patrick …
Eduardo D. Rodriguez, sem hafði yfirumsjón með aðgerðinni, ásamt Patrick Hardison við NYU Langone. AFP

Þá á hann einnig eftir að gangast undir umfangsminni aðgerðir á næstu vikum og mánuðum, m.a. til að láta fjarlægja lausa húð í kringum augu og varir.

Hardison segist vera afar þakklátur læknunum. „Þeir hafa gefið mér mun meira en nýtt andlit. Þeir hafa gefið mér nýtt líf.“

Rodriguez greindi frá aðgerðinin á blaðamannafundi í fyrradag. Á myndinni …
Rodriguez greindi frá aðgerðinin á blaðamannafundi í fyrradag. Á myndinni sést einnig hvernig Hardison leit út áður en hann brenndist alvarlega. AFP
Samsettar myndir sem sýna bataferli Hardisons.
Samsettar myndir sem sýna bataferli Hardisons. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert