Bráðnunin hraðari en talið var

Heimdal jökull á Suður-Grænlandi.
Heimdal jökull á Suður-Grænlandi. AFP

Nýjar rannsóknir benda til þess að mun minna harðfenni verður að ís á Grænlandi en áður var talið. Líkt og komið hefur fram þá hefur hækkun hitastigs í heiminum að öllum líkindum áhrif á íshelluna á Grænlandi og um leið hækkun yfirborðs sjávar. En nú virðist sem áhrifin séu enn meiri og alvarlegri en áður var talið.

Í grein Washington Post sem birtist í gær kemur fram að þjappaður snjór, harðfenni, sem verður að ís með tíð og tíma á Grænlandsjökli, sé mun minni en áður var. Það er að minna vatn, sem verður að ís, safnast saman en áður og því endi mun meira ferskvatn út í sjónum en fyrri rannsóknir bentu til. 

NASA áætlar að á síðustu öld hafi yfir 9 milljón milljónir tonna af ís bráðnað í Grænlandi. Á hverju ári minnki íshellan um 287 milljón tonn og fari á haf út. Bæði er um bráðnum að ræða og eins að stærri jakar brotna í smærri einingar.

Gerð er grein fyrir nýrri rannsókn á þessu sviði í nýjasta tímariti Nature Climate Change en þar sjónum einkum beint að harðfenninu sem breytist í í jökul með tíð og tíma. Harðfennið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að geyma umfram vatn sem seytlar niður í snjóalögin og verður að jökli síðar meir. Þannig hafi verið hægt að koma í veg fyrir að yfirborð sjávar hækkaði enn meira. 

Nýja rannsóknin byggir á gögnum sem hefur verið safnað saman á hjarni í vesturhluta Grænlands frá árinu 2009 til ársins 2015. Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvaða áhrif hlý sumur hefðu á bráðnun íss, einkum og sér í lagi á árunum 2010 og 2012.

Greinin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...