Columbia fórst fyrir 13 árum

Geimskutlan Columbia hefur sig á loft í hinsta sinn 16. ...
Geimskutlan Columbia hefur sig á loft í hinsta sinn 16. janúar árið 2003. Skemmdir sem urðu við geimskotið grandaði henni sextán dögum síðar. NASA

Þrettán ár eru í dag liðin frá því að geimferjan Columbia fórst með sjö manna áhöfn þegar hún var á leið til lendingar eftir nokkurra daga dvöl á braut um jörðu. Líkt og eftir Challenger-slysið 17 árum fyrr kölluðu hörmungarnar á miklar breytingar á vinnubrögðum NASA við geimskutluáætlunina.

Skutlan var í sextán daga á braut um jörðu og stundaði áhöfn hennar vísindastörf af miklum móð. Leiðangurinn gekk hnökralaust en það var hins vegar þegar skutlan var á leið aftur til jarðar 1. febrúar árið 2003 sem áfallið reið yfir. Stjórnendur leiðangursins í Houston missti sambandið við skutluna og fljótlega varð ljóst að hún hafði sundrast á leið sinni inn í lofthjúpinn í um 61 kílómetra hæð yfir jörðu.

Leitin að braki Columbia tók fleiri vikur en það dreifðist yfir rúmlega fimm þúsund ferkílómetra svæði í Texas og Louisiana. Þar á meðal voru líkamsleifar geimfaranna sem kennsl voru borin á með DNA-rannsóknum. Geimfararnir voru taldir hafa lifað af þegar geimferjan sundraðist fyrst en þeir hafi misst meðvitund þegar lofþrýstingurinn um borð féll. Þeir hafi svo látist þegar geimskutlan rifnaði í sundur.

Vissu af vandamálinu en höfnuðu boði um aðstoð

Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stór frauðbútur úr klæðningu eldflaugar geimskutlunnar hafði losnað af og rekist í vinstri væng hennar á miklum hraða aðeins rúmri mínútu eftir að henni var skotið á loft. Búturinn rauf hitaskjöld skutlunnar sem átti að verja hana fyrir gríðarlegum hitanum við endurkomuna í lofthjúpinn. Þetta leiddi til þess að ofurhitað gas, um 1.500°C heitt, eyðilagði vænginn. Flugmenn ferjunnar misstu stjórn á henni og hún sundraðist að lokum.

Stjórnendur NASA höfðu komið auga á frauðbútinn strax eftir geimskotið. Einhverjir starfsmenn hennar börðust grimmt fyrir því að myndir yrðu teknar af vængnum á braut um jörðu og hafði bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnvel boðið njósnagervihnött fram til að kanna ástand hans. Því boði var hins vegar hafnað, að því er rannsóknarnefnd um slysið komst að. 

NASA var gagnrýnd harðlega í kjölfar slyssins og voru frekari ferðir geimferjanna stöðvaðar í tvö ár. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að menning hafi myndast innan stofnunarinnar sem leiddi til þess að vandamálið sem frauðbútinn, sem var vel þekkt úr fyrri geimskotum skutlanna, og önnur öryggisatriði hafi verið hunsuð.

Í kjölfarið endurhannaði NASA eldflaugina og kom fyrir öflugum myndavélabúnaði til að geta fylgst grannt með því hvort að einhverjar skemmdir yrðu á geimskutlunum við geimskot.

Öll verstu slysin á sama tíma árs

Geimfararnir sjö hétu Rick Husband, flugstjóri, Michael Anderson, farmstjórnandi, David Brown, Kalpana Chawa, Lauren Clark og Ilan Ramon, leiðangurssérfræðingar auk flugmannsins William McCool. Ramon var sérfræðingur í farmi geimferjunnar á vegum ísraelsku geimvísindastofnunarinnar.

Þeirra og geimfaranna sjö sem fórust með Challenger 28. janúar árið 1986 er minnst árlega í lok janúar eða byrjun febrúar á sérstökum minningardegi NASA en bæði slysin auk slyssins þegar þrír geimfarar Apollo 1 fórust á jörðu niðri áttu sér stað á sama tíma árs.

Frétt Space.com af Columbia-slysinu

Columbia er hún hafði splundrast í meira en 60 km ...
Columbia er hún hafði splundrast í meira en 60 km hæð yfir jörðu. Þá var hún á gífurlegum hraða eða um 20.000 km á klukkustund. HO
mbl.is
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...