Tarantúlan Johnny Cash

Johnny Cash tarantúlan (Aphonopelma johnnycashi).
Johnny Cash tarantúlan (Aphonopelma johnnycashi). AFP

Ný tegund af svörtum tarantúlum köngulóm hefur verið nefnd eftir tónlistarmanninum Johnny Cash. Ástæðan er sennilega sú að köngulóin fannst skammt frá Folsom fangelsinu í Kaliforníu. 

Eitt þekktasta lag Johnny Cash er einmitt um fangelsið og þar hélt hann sögufræga tónleika árið 1968.

Aphonopelma johnnycashi er ein af fjórtán nýjum tarantúlutegundum sem er lýst í tímaritinu ZooKeys. Þar er birt ný rannsókn sem endurskrifar fjölskyldutré Aphonopelma genus (tarantúlunnar).

„Tarantúlur eru oftast stórar köngulær og þær allra stærstu eru af ættkvíslinniAphonopelma. Hjá þeim er algengt að búklengdin verði yfir 5 cm og lengd með fótleggjum oft vel yfir 12 cm. Tarantúlur eru bæði hataðar og elskaðar af okkur mönnunum. Stórar og loðnar köngulær eru í huga flestra okkar hinar hryllilegustu skepnur og oft hafa þær verið í ýmsum aukahlutverkum í hryllingsmyndum. Hins vegar eru tarantúlur einnig vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og þá helst tegundin Eurypelma californicum sem er fræg fyrir langlífi. Dæmi eru um að einstaklingar þessarar tegundar hafi náð 30 ára aldri,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands um þessar geðþekku skepnur.

Rannsóknin er doktorsverkefni Chris Hamilton í líffræði við Auburn háskólann í Alabama. Að sögn Hamiltons fannst nýja tegundin Aphonopelma johnnycashi í hlíðum Sierra Nevada fjallanna. 

„Þetta er fullkomið nafn og passar við köngulóna. Hún finnst í kringum Folsom og karldýrið er aðallega svart þannig að passar við ímynd hans,“ segir vísindamaðurinn í samtali við BBC en Johnny Cash var þekktur fyrir að vera mjög oft svartklæddur. 

„Ég er með Johnny Cash húðflúr þanngi að ég var mjög ánægður með að þetta skyldi fara á þennan hátt,“ bætir Hamilton við.

BBC

Johnny Cash árið 1969
Johnny Cash árið 1969 Af vef Wikipedia
Johnny Cash
Johnny Cash Af vef Johnny Cash
June Carter og Johnny Cash
June Carter og Johnny Cash Af vef Johnny Cash
mbl.is
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage Downtown Reykjavik S. 6947881...