Leitin þrengist að Reikistjörnu níu

Stjörnufræðingurinn Mike Brown sýnir sporbrautina sem hann og kollegar hans ...
Stjörnufræðingurinn Mike Brown sýnir sporbrautina sem hann og kollegar hans hjá Caltech hafa spáð fyrir um. AFP

Franskir stjörnufræðingar segjast nú vera mun nær því að ákvarða staðsetningu níundu reikistjörnunnar sem gengur umhverfis sólu, en reikistjarnan er talin vera tvisvar til fjórum sinnum breiðari og tíu sinnum efnismeiri en jörðin.

Bandarískir vísindamenn tilkynntu í janúar að tilvist reikistjörnunnar væri möguleg en að það gæti tekið hana tíu til tuttugu þúsund ár að ganga hring umhverfis sólu. Þá hefðu þeir heldur ekki hugmynd um hvar hana væri að finna.

Með því að rannsaka gögn frá geimfarinu Cassini sem er á braut um Satúrnus hefur frönsku stjörnufræðingunum tekist að útiloka tvö svæði. Þetta kemur fram í nýrri grein í vísindaritinu Astronomy & Astrophysics.

Rannsóknin staðfestir að níunda reikistjarnan gæti verið til við ystu mörk sólkerfisins, segir annar höfunda greinarinnar, Jacques Laskar, við fréttaveitu AFP. „En ekki bara hvar sem er.“

Frétt mbl.is: Níunda reikistjarnan fundin?

Reiknuðu áhrif á aðra hnetti

Laskar og teymi hans byggðu rannsókn sína á sérstöku stærðfræðilíkani þar sem þeir reiknuðu hvaða áhrif níunda reikistjarnan myndi hafa á aðra hnetti þegar hún á leið framhjá þeim. Að því loknu athuguðu þeir hvernig hnöttunum háttaði í raun og veru.

Reikistjarnan, sem enn gengur einungis undir viðurnefninu „Reikistjarna níu“ (e. Planet Nine), er talin eiga sér sporöskjulaga sporbraut um sólu og skáhallandi miðað við flestar aðrar reikistjörnur.

Við mestu mögulegu fjarlægð frá sólu myndi reikistjarnan ekki hafa nein markverð áhrif á aðrar reikistjörnur sólkerfisins. Því geta stjörnufræðingar aðeins leitað að henni á um það bil helmingi sporbrautarinnar.

Teymi Laskars hefur nú tekist að minnka það svæði um helming til viðbótar með því að útiloka tvö svæði, þar sem þeir segja að niðurstöður reiknilíkansins samsvari ekki raunveruleikanum.

Umfjöllun mbl.is: Fengjum skýrari mynd af sólkerfinu

Teikning vísindamanna við Caltech háskóla sýnir hvernig reikistjarnan gæti litið ...
Teikning vísindamanna við Caltech háskóla sýnir hvernig reikistjarnan gæti litið út. Sólin okkar, og hennar, er í bakgrunni. AFP

Hvert ætti að miða sjónaukanum?

Stjörnufræðingar búast við því að muni taka fleiri ár að finna Reikistjörnu níu, ef hún er þá til yfir höfuð. Þurfa myndi mjög stóran stjörnusjónauka til að koma auga á hana úr þessari fjarlægð, og þá væri ómögulegt að vita hvert miða ætti sjónaukanum á hinni gríðarmiklu sporbraut.

Spáð hefur verið fyrir um tilvist fjölmargra reikistjarna í gegnum tíðina. Yfirleitt hefur síðar komið í ljós að enginn fótur var fyrir þeim spám. Í einu frægu tilfelli var þó spáin hárrétt, þegar Neptúnus uppgötvaðist árið 1846, tæpum mánuði eftir að rök voru færð fyrir tilveru hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...