Fylgjast með blindri salamöndru

Blinda salamandran verpir einu til tveimur eggjum á dag.
Blinda salamandran verpir einu til tveimur eggjum á dag. Ljósmynd/Postojnska jama

Ferðamenn og starfsmenn sædýrasafns í Slóveníu fylgjast grannt með blindri salamöndru í myrkum klefa þessa dagana. Dýrið er talið geta lifað í rúma öld en fjölgar sér aðeins einu sinni eða tvisvar á öld. Dýrið á safninu hefur verpt hátt í sextíu eggjum og svo virðist sem þrjú þeirra séu að stækka.

Enginn veit hvort þau muni klekjast út eða hversu langan tíma það mun taka. Líffræðingar fylgjast grannt með ferlinu og hafa skoðað myndir af dýrinu sem er enn að verpa eggjum. Fyrsta eggið birtist 30. janúar og verpir blinda salamandran einu til tveimur eggjum á dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem salamandra af þessari tegund verpir eggjum í garðinum en það gerðist síðast árið 2013. Þá klaktist ekkert eggið út og hinar salamöndrurnar borðuðu mörg eggjana. Nú er búið að gera varúðarráðstafanir; fjarlægja nokkrar af salamöndrunum og bæta við súrefni.

Umfjöllun BBC

Vefsíða sædýrasafnsins 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert