Börn send í sjúkraþjálfun vegna tækjanotkunar

Fjölmargir skólar nota spjaldtölvur við kennslu og síðan er ekki …
Fjölmargir skólar nota spjaldtölvur við kennslu og síðan er ekki óalgengt að börn fari heim í spjaldtölvuna. Afleiðingin er vöðvabólga og líkamlegir kvillar sem óvíst er að hægt sé að bæta. AFP

Mikil aukning hefur orðið í heimsóknum barna til sjúkraþjálfara í Danmörku á undanförnum árum og er það rakið til notkunar spjaldtölva og snjallsíma.

Frá 2008 til ársins 2014 er aukningin 47% í aldurshópnum 10-14 ára og 33% í hópi barna á aldrinum fimm til níu ára, samkvæmt samantekt TV2. Börnin kvarta mest undan vöðvaverkjum í baki og hálsi og eins er höfuðverkur algengt umkvörtunarefni danskra barna. Sérfræðingar segja skýringuna vera þá að börn eyði allt of miklum tíma í leikjum og að horfa á myndskeið í símum og spjaldtölvum.

AFP

Tina Lambrecht, stjórnarformaður landssamtaka sjúkraþjálfara í Danmörku, Danske Fysioterapeuter, segir í viðtali við TV2 að verkirnir sem börnin finna fyrir séu eðlileg líkamleg einkenni fólks sem leitar til sjúkraþjálfara eftir fimmtugt. Nú eru það börn sem kvarta undan vöðvabólgu og öðrum líkamlegum einkennum ofnotkunar á tölvum. Þegar svo ung börn eru farin að þjást af svona kvillum er alls óvíst að þau losni nokkurn tíma við verkeina.

Hún segir að ábyrgðin sé ekki bara foreldranna heldur einnig skólanna sem eru í auknum mæli farnir að láta börn nota spjaldtölvur við daglegt nám. Þeim beri að gæta þess að að börnin beri ekki líkamlegan skaða af þessu.

Hún segir að sé af hinu góða að nota nýja tækni en það verður að fylgjast með notkuninni. Að leyfa börnum að eyða klukkutímum í slíkum tækjum sé ámælisvert. Eins verði að tryggja að börnin hreyfi sig líka.

Umfjöllun TV2

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert