Sleipnir setur mark sitt á Plútó

Sprungukerfið á Plútó líkist helst könguló. Stærsta sprungan er kölluð …
Sprungukerfið á Plútó líkist helst könguló. Stærsta sprungan er kölluð Sleipnir óformlega. NASA/JHUAPL/SwRI

Jarðfræði Plútós heldur áfram að koma vísindamönnum á óvart. Sérstætt sprungukerfi sem sást á myndum New Horizons dvergreikistjörnunni líkist helst könguló og afhjúpa „fætur“ hennar rauðleitar útfellingar undir yfirborðinu. Stærsta sprungan hefur fengið óformlega örnefnið Sleipnir eftir hesti Óðins. 

Oliver White, jarðvísindamaður við New Horizons-teymið hjá Ames-rannsóknastofnun NASA, segir „köngulóna“ ólíka öllum öðrum jarðmyndunum sem sést hafa á hnöttum í ytra sólkerfinu. Að minnsta kosti sex sprungur mynda hana og tengjast þær saman í miðpunkti. Lengsta sprungan liggur frá norðri til suðurs og er meira en 580 kílómetra löng. Óformlega gengur hún undir nafninu Sleipnissprunga.

Vísindamennirnir hafa séð sprungur annars staðar á Plútó sem liggja gjarnan samsíða í löngum beltum. Talið er að þær myndist við gliðnun ísskorpunnar sem myndar yfirborð Plútós. Þeir telja hins vegar að köngulóin hafi myndast vegna þrýstings undir yfirborðinu, mögulega vegna efnis sem vellur upp úr iðrum hnattarins.

Sleipnir var áttfættur hestur Óðins í norrænni goðafræði. Sagt er að Ásbyrgi hafi myndast undan hófi Sleipnis.

Frétt á vef NASA

mbl.is