Geta „töfrasveppir“ dregið úr þunglyndi?

Þunglyndislyf virka ekki á alla þá sem þjást af klínísku …
Þunglyndislyf virka ekki á alla þá sem þjást af klínísku þunglyndi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sveppir sem valda ofskynjunaráhrifum gætu hjálpað við að draga úr áhrifum kvíða vegna alvarlegs og krónísks þunglyndis, hjá sumu fólki. Þetta er niðurstaða lítillar rannsóknar sem birt var í dag og hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum.

„Þetta er í fyrsta sinn sem psilocybin [ofskynjunarefni sem finnst í nokkrum sveppategundum] er rannsakað í tengslum við meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Robin Carhart-Harris, sem starfar hjá Imperial College í London.

Rannsóknin var sem fyrr segir lítil og aðeins tólf manns tóku þátt henni. Ekki var hafður samanburðarhópur sem tók lyfleysu eins og gert er í stærri rannsóknum.

En í niðurstöðunum, sem birtar voru í vísindatímaritinu, stendur til að halda rannsókninni áfram.

Allir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu reynt að minnsta kosti tvær hefðbundnar lyfjameðferðir við þunglyndi sínu. Þá höfðu flestir einnig gengið til geðlæknis.

Klínískt þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem milljónir manna þjást af. Þunglyndislyf og meðferð samtals meðferðir hjá geðlæknum gagnast ekki einum af hverjum fimm sjúklingum. Því er þörfin á annars konar meðferð nauðsynleg.

Efnið psilocybin örvar serótónín viðtaka í heilanum, náttúrulegs efnis í heilanum sem hefur áhrif á líðan fólks. Mörgum þunglyndislyfjum á markaði er ætlað að auka magn serótóníns í heilanum.

Í tilrauninni gáfu vísindamennirnir þátttakendum tvo skammta af psilocybin með viku millibili. Sex karlmenn og sex konur tóku þátt. Þau glímdu öll við miðlungs eða mjög alvarlegt þunglyndi.

Fyrri skammturinn var lítill til að athuga mögulegar aukaverkanir. Síðari skammturinn, 25 mg, var nægilega sterkur til að valda ofskynjunum.

Sjúklingarnir voru látnir liggja í rúmum í herbergi og hlusta á klassíska tónlist. Þeir voru hvattir til að kanna þeirra eigið „andlega rými“ eða ímynda sér þægilegt landslag.

Lyfið fór að virka á 30-60 mínútum. Ekkert þeirra fann fyrir miklum aukaverkunum.

Tveir geðlæknar fylgdust með viðbrögðum fólksins. Allir sem tóku þátt sögðust viku síðar hafa fundið fyrir jákvæðum breytingum og átta af tólf sögðust hafa fundið tímabundinn bata. Þremur mánuðum síðar sögðust sjö enn finna fyrir bata. 

Philip Cowen, prófessor við Oxford-háskóla, segir að niðurstöðurnar lofi góðu en taka þurfi rannsóknina lengra.  

Aðrir sérfræðingar, sem ekki tengjast rannsókninni, taka niðurstöðunum með meiri fyrirvara. 

Notkun á lyfinu psilocybin er ólögleg í flestum löndum heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert