Leyndardómur „Stjörnu Tabbys“ dýpkar

Eina helsta kenningin um KIC 8462852 er að hópur halastjarna ...
Eina helsta kenningin um KIC 8462852 er að hópur halastjarna skyggi á hana með óvenjulegum hætti. teikning/NASA/JPL-Caltech

Fjarlæg stjarna sem hefur valdið stjörnufræðingum heilabrotum og orðið kveikjan að langsóttum kenningum um risavaxnar byggingar geimvera virðist vera enn undarlegri en fyrst var talið. Athuganir sýna að stjarnan hefur dofnað nokkuð síðustu árin, nokkuð sem engin dæmi eru þekkt um.

KIC 8462852, einnig þekkt sem „Stjarna Tabbys“, er fjarreikistjarna í 1.481 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún komst í heimsfréttirnar fyrir ári þegar vísindamenn greindu frá því að þeir hefðu rekist á sérstætt fyrirbæri við hana með Kepler-geimsjónaukanum. Hann nam óvenjulegar breytingar á birtustigi stjörnunnar sem enn hefur ekki fengist skýring á.

Frétt mbl.is: Geimverur neðstar á blaði

Líklegast er að um einhvers konar náttúrulega byggingu sé að ræða sem gengur fyrir stjörnuna séð frá jörðinni en það kom þó ekki í veg fyrir að miklar kenningar færu af stað um að þar væri komin risavaxin bygging sem háþróaðar geimverur hefðu smíðað til að beisla orku stjörnunnar.

Dimmdi um tvö prósent á hálfu ári

Frekari greining á gögnum Kepler sem fylgdist með stjörnunni yfir fjögurra ára tímabil frá 2009 til 2013 hefur nú leitt í ljós að þessu til viðbótar hefur breyting orðið á birtunni sem stjarnan sjálf gefur frá sér á þessum tíma, að því er segir í frétt Space.com.

„Það er fordæmalaust að stjarna af þessari tegund dofni hægt í nokkur ár og við sjáum ekkert þessu líkt í öðrum gögnum Kepler,“ segir Ben Montet frá Tækniháskólanum í Kaliforníu (Caltech) sem er aðalhöfundur greinar sem mun birtast í Astrophysical Journal.

Frétt mbl.is: „Geimverubyggingar“ líklega halastjörnur

Athuganir Kepler sýndu að fyrstu þrjú árin varð KIC 8462852 nærri því 1% dimmari en um 2% næstu sex mánuðina á eftir. Birtustigið hélst svo stöðugt hálfa árið sem eftir var af athugunartímanum. Kepler hefur nú snúið sér að öðru verkefni.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að stjarnan dofnaði og eykur það enn á leyndardóminn í kringum stjörnuna.

„Það er mikil áskorun að finna góða útskýringu á að stjarna geri þrjá mismunandi hluti sem við höfum aldrei séð áður en þessar athuganir munu gefa mikilvægar vísbendingar til þess að leysa ráðgátuna um KIC 8462852,“ segir Montet.

Frétt Space.com

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
íslenskir stálstólarnýtt áklæði
ER VMEÐ NOKKRA ÍSLENSKA STÁLSTÓLA STAFLANLEGIR NÝTT ÁKLÆÐI NÝJA GRINDIN Á 15,00...
Handlaug til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð fæst fyrir lítið. uppl. 8691204....
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 5 dagar ( 30.00...