2016 nær örugglega hlýjast

Uppþornaður árfarvegur í Kína þar sem hiti var mikill í ...
Uppþornaður árfarvegur í Kína þar sem hiti var mikill í ár. AFP

Nær öruggt er nú talið að árið í ár verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust eftir að staðfest var að síðasti mánuður var hlýjasti septembermánuður í sögunni. Ellefu af síðustu tólf mánuðum hafa nú sett hitamet fyrir þann tiltekna mánuð.

Goddard-geimrannsóknastöð NASA (GISS) birti niðurstöðu mælinga í september í vikunni og reyndist mánuðurinn sá hlýjasti frá því að mælingar hófust en þó með afar litlum mun. Septembermánuður var 0,91°C hlýrri en meðalhiti septembermánaða frá 1951 til 1980.

Gavin Schmidt, forstöðumaður GISS, telur nú nærri því öruggt að 2016 verði hlýjasta árið frá því að mælingar hófust fyrir 136 árum.

Vegna þess hversu litlu munaði á hitastigi september í ár og fyrra meti frá því í september 2014, aðeins 0,004°C er mögulegt að staða mánaðarins breytist þegar farið verður yfir frekari gögn. Á þann hátt var júní í fyrstu talinn heitasti júnímánuður sögunnar en síðar var það endurskoðað og hann talinn sé þriðji hlýjasti.

Júlímánuður var hlýjasti mánuður frá því að mælingar hófust. Búist er við því að staðfesting liggi fyrir á því hvort að árið í ár verði það hlýjasta snemma á næsta ári.

Frétt The Guardian

mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...