Telur skammt í að níunda reikistjarnan finnist

Teikning vísindamanna við Caltech háskóla sýnir hvernig reikistjarnan gæti litið …
Teikning vísindamanna við Caltech háskóla sýnir hvernig reikistjarnan gæti litið út. Sólin er í bakgrunni. AFP

Möguleg níunda reikistjarna getur ekki falið sig mikið lengur í ystu afkimum sólkerfisins, að sögn stjörnufræðingsinsMöguleg níunda reikistjarna getur ekki falið sig mikið lengur í ystu afkimum sólkerfisins, að sögn stjörnufræðingsins Michaels Brown, sem greindi í byrjun árs frá sterkum vísbendingum um tilvist hennar. Hann spáir því að reikistjarnan viðsjála muni finnast á næstu sextán mánuðunum eða svo.

Mikla athygli vakti þegar Brown og starfsbróðir hans Konstantin Batygin hjá Tækniháskólanum í Kaliforníu (Caltech) lýstu því yfir að þeir hefðu fundið sterk merki um stóra og áður óþekkta reikistjörnu í sólkerfinu í janúar. Tölvulíkön þeirra bentu til þess að þyngdarkraftur slíkrar plánetu gæti skýrt undarlegan halla á braut fjölda fyrirbæra í Kuiper-beltinu í utanverðu sólkerfinu.

Frétt Mbl.is: Níunda reikistjarnan fundin?

Úteikningar Brown og Batygin bentu til þess að massi reikistjörnunnar væri fimm til tuttugu sinnum meiri en jarðarinnar, braut hennar hallaði líklega um þrjátíu gráður miðað við plan sólkerfisins og væri afar sporöskulaga. Reikistjarnan væri að meðaltali á milli 380 og 980 stjarnfræðieiningar [ein stjarnfræðieining er meðalfjarlægð milli jarðar og sólar] frá sólinni.

Frétt Mbl.is: Leitin þrengist að reikistjörnu níu

Síðan þá hafa stjörnufræðingar oltið hver um annan þveran í keppni um að verða fyrstir til að finna þessa níundu reikistjörnu sólkerfisins. Þeim hefur tekist að þrengja hringinn um reikistjörnuna nokkuð en enn þarf að rannsaka stóran hluta næturhiminsins í leit að henni.

Scott Sheppard, stjörnufræðingur við Carnegie-vísindastofnunina sem fyrstur setti fram alvarlega tilgátu um tilvist níundu reikistjörnunnar ásamt Chadwick Trujillo fyrir tveimur árum, segir að enn eigi eftir að kanna um 1.500 fergráður af himninum, en til samanburðar þekur fullt tungl um það bil 0,2 gráður af næturhimni jarðar.

Frétt Mbl.is: Fengjum skýrari mynd af sólkerfinu

Brown er hins vegar sannfærður um að fundur reikistjörnunnar sé á næsta leiti. Átta til tíu hópar vísindamanna séu nú markvisst að leita.

„Ég er nokkuð viss, ég held að við lok næsta vetrar, ekki þessa vetrar heldur þess næsta, verði nógu margir að leita að henni til að einhver hafi í rauninni upp á henni,“ sagði hann á blaðamannafundi í tengslum við sameiginlegan fund reikistjörnufræðideildar Bandaríska stjörnufræðifélagsins og Evrópska reikistjörnufræðiráðsins í síðustu viku.

Frétt Space.com

Frétt Scientific American 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert