Hefur ekki verið nær jörðu í 68 ár

Tungl veður í skýjum ofan Grafarholts.
Tungl veður í skýjum ofan Grafarholts. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hvet alla til að horfa sem oftast upp til tunglsins. Það er stórmerkilegt og gullfallegt hvort sem að það er nálægasta tungl ársins eða ekki,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Í dag er svokallaður „ofurmáni“ á himni en það kallast fullt tungl þegar það er innan við 367.607 km frá jörðu, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta himnafyrirbæri í Morgunblaðinu í dag.

„Um leið og sólin sest í dag byrjar tunglið að rísa í austri. Fólki ætti því að horfa þangað ef veður leyfir,“ segir Sævar en samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands mun sólin setjast klukkan 16.29 í dag.

Fullt tungl hefur ekki verið svo nálægt jörðu í 68 ár, eða síðan 26. janúar 1948, og er það nú í um 356.523 km fjarlægð. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að tunglið sé mislangt frá jörðu vegna þess að það er á sporöskjulaga braut um jörðu. Eftir 18 ár eða hinn 25. nóvember 2034, verður fullt tungl 75 km nær okkur en nú er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert