Fundu sólkerfi með 7 reikistjörnum

Hópur stjörnufræðinga hefur fundið sólkerfi sjö reikistjarna á stærð við jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna Trappist-1.

Greint er frá uppgötvuninni í nýjasta hefti tímaritsins Nature og sagt er frá á vefsíðu ESO. Jafnframt var tilkynnt um þetta á fundi bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. 

Trappist-1 er rauð dvergstjarna, aðeins 8% af massa sólar eða örlítið stærri en Júpíter, í 40 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Vatnsberanum. Stjarnan er aðeins tæplega 2.600°C heit, helmingi kaldari en sólin okkar, að því er kemur fram á vefnum Stjörnufraedi.is.

„Við höfum tekið mikilvægt skref í átt að því að finna líf þarna úti,“ sagði Amaury Triaud, vísindamaður við Cambridge-háskóla.

„Þangað til núna held ég að höfum ekki haft réttu pláneturnar til að geta fundið það,“ sagði hann. „Núna höfum við rétta viðmiðið.“ 

Þessi teikning sýnir hvernig pláneturnar sjö, sem eru á braut …
Þessi teikning sýnir hvernig pláneturnar sjö, sem eru á braut um Trappist-1, gætu litið út. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert