Magnað flug í gegnum suðurljósin

Þetta er magnað, er það ekki?
Þetta er magnað, er það ekki? Skjáskot/CNN

Yfir 130 farþegar fengu að njóta einstaks augnabliks er flugvél sem þeir voru um borð í flaug í gegnum suðurljósin. Flugið var sérstaklega farið í þeim tilgangi að sjá þessi mögnuðu ljós. Flugferðin tók átta klukkustundir og var farin þann 23. mars. 

Í frétt Live Science segir að um sé að ræða fyrsta flug þessar tegundar á suðurhveli jarðar. Norðurljósaferðir hafa nokkrar verið farnar.

Flugferðin hófst á Nýja-Sjálandi og lauk þar einnig, tæpum átta tímum síðar. Geimfarinn Ian Griffin skipulagði ferðina og var hún auglýst í október á síðasta ári. Aðeins voru seld gluggasæti í vélinni, svo allir hefðu sem best útsýni. Tveir og tveir miðar voru seldir saman og kostaði miðaparið 2.776 dollara eða um 306 þúsund krónur. Miðarnir seldust upp á fimm dögum.

En hvað eru suðurljós?

Þau eru sambærileg norðurljósunum sem við hér á Íslandi þekkjum svo vel. 

Þau myndast við svona aðstæður: Sól­vindur streym­ir úr svo­nefndri kór­ónu­geil á sól­inni. Kór­ónu­geil­ar eru nokk­urs kon­ar göt í kór­ónu sól­ar­inn­ar, hjúpi um millj­ón gráðu heits rafgass sem um­lyk­ur sól­ina, sem hlaðnar agn­ir geta streymt í gegn­um út í geim­inn. Það eru þess­ar agn­ir sem mynda sól­vind­inn sem veld­ur norður- og suður­ljós­um, svo­nefnd­um seg­ul­ljós­um, þegar þær rek­ast á loft­hjúp jarðar. 

Hér að neðan er stutt myndskeið af því sem fyrir augu bar í háloftunum:

mbl.is
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...