Yfir helmingur með áskrift að Netflix

Fólk horfir á Netflix.
Fólk horfir á Netflix.

Yfir helmingur Íslendinga hefur áskrift að efnisveitunni Netflix á heimili sínu. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11. til 16. maí.

Alls sögðust 58,8% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að einhver á heimilinu væri áskrifandi. 

Þetta er aukning um 25,6 prósentustig frá því að könnunin var síðast framkvæmd í janúar 2016 en þá sögðu 33,2% að þau eða einhver á heimilinu væri með áskrift að Netflix.

Núna sögðu 2,7% að áskrift að Netflix yrði keypt á næstu sex mánuðum, samanborið við 7,5% í síðustu könnun.

Aðeins hærra hlutfall kvenna (60%) en karla (58%) sögðu að á heimilinu væri einhver með áskrift að Netflix.

Með auknum aldri lækkaði hlutfall þeirra sem sögðu einhvern á heimilinu hafa áskrift af Netflix. Af þátttakendum 68 ára og eldri sögðu 26% að áskrift af Netflix væri á heimilinu samanborið við 77% þátttakenda á aldrinum 18 til 29 ára.

Af þeim sem voru í elsta aldurshópnum sögðu 5% að áskrift að Netflix yrði keypt á næstu sex mánuðum.

80% námsmanna sögðu að áskrift af Netflix væri á heimilinu, 68% stjórnenda og æðstu embættismanna og 66% sérfræðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert