Ekki vitað um sýktar tölvur hér

AFP

Póst- og fjarskiptastofnun hafði í gærkvöldi ekki fengið neinar upplýsingar um sýktar tölvur hér á landi, en í gær breiddist tölvuvírusinn Petya hratt um heimsbyggðina. Fjölmörg erlend fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á vírusnum skæða sem fyrst kom upp í Úkraínu.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hvetur fólk til að taka afrit af öllum gögnum reglulega. Hakkarar sem þessir séu jafnan á höttunum eftir gögnum í þeim tilgangi að krefjast lausnargjalds.

Ekki er útilokað að vírusinn hafi borist hingað til lands, en engin tilkynningarskylda er hjá þeim sem verða fyrir árásum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert